Veislusalur

Félagsaðstaða Völsungs er í vallarhúsinu við knattspyrnuvellina á Húsavík. Í aðstöðunni er rúmgóður veislusalur sem tekur 40-50 manns í sæti. Í salnum eru 9 borð(160cmX80cm) ásamt 50 stólum. Í salnum er rúmgótt eldhús með einum ísskáp, einum kæliskáp, eldavél, bakarofn og iðnaðar uppþvottavél.

Salurinn er leigður í því ástandi sem hann er í og með því sem honum fylgir.

  • Veislu skal lokið í síðasta lagi kl. 24:00 og allir farnir úr húsi kl. 00:30
  • Þegar viðburði er lokið þarf að:
    • þvo leirtau, hnífapör, könnur, potta og setja á sinn stað.
    • Þrífa borðin, raða þeim eins og komið var að þeim og ganga frá rest inná stærra klósett.
    • Sópa gólf.
  • Ef leigutaki gengur ekki frá leirtaui, borðum og stólum eins og kemur fram að ofan er rukkað 15.000 kr. frágangsgald ofaná salarleigu.

Leigutaki ábyrgist að umgengni sé til fyrirmyndar og greiðir fyrir skemmdir á bæði húsi og innanstokksmunum.

Hægt er að fá leigðan aðstoðarmann með salnum. Hver aðstoðarmaður kostar 4.000 kr. á klst. Sé óskað eftir aðstoðarmanni skal það tekið fram þegar salurinn er pantaður.

Leiga á veislusal í vallarhúsinu fer fram í gegnum netfangið volsungur@volsungur.is 

Gjaldskrá fyrir sal í vallarhúsi 2024:

Fullt verð:    
  lengd virkum degi um helgi
Barnaafmæli 3 klst 10.000 14.000
fundur m/aðgang að kaffi 3 klst 12.000 16.000
Afmæli og veislur - aðgangur að eldhúsi   20.000 30.000

 

Greiðandi félagsmenn:    
  lengd virkum degi um helgi
Barnaafmæli 3 klst 5.000 7.000
fundur m/aðgang að kaffi 3 klst 6.000 8.000
Afmæli og veislur - aðgangur að eldhúsi   10.000 15.000