Félagsskírteini Völsungs

Félagsgjald Völsungs er 4500.-kr og birtist það í heimabanka félagsmanna.

Allir félagsmenn sem greiða árlegt félagsgjald í félagið fá félagskort. Kortið veitir afslætti á ýmsum stöðum á Húsavík. Á árinu 2025 var ákveðið að gera kortin rafræn og getur því fólk sem búið er að greiða félagsgjöld nálgast félagskortið sitt með því að smella HÉR.

Völsungur er fjölgreina íþróttafélag sem heldur úti skipulögðu íþróttastarfi fyrir börn og unglinga á öllum aldri, ásamt afreksstarfi og almennri hreyfingu fyrir alla aldurshópa.

Um leið og Völsungur rekur öflugt og vel skipulagt íþróttastarf þá er félagstarfið gríðarlega mikilvægur þáttur í starfi félagsins. Það er gaman að vera virkur félagi í skemmtilegu félagsstarfi líkt og Völsungur er. Það er gaman að geta tekið þátt í skemmtilegum félagsskap sem stuðlar að góðri umgjörð í kringum öflugt og gott íþróttastarf.

Félagskort Völsungs veitir afslætti hjá eftirfarandi stuðningsaðilum:

  • Garðarshólmi - 15% af fatnaði nema frá Feldi og Farmers Market
  • Sjóböðin - 15% afsláttur af almennu miðaverði
  • Salka - 10% afsláttur af matseðli, gildir ekki af drykkjum eða tilboðum
  • Lemon - 15% afsláttur samlokum og djúsum á matseðli ( gildir ekki af kombóum) og 2 fyrir 1 af samlokum og djúsum á milli klukkan 14-18:00.
  • Skóbúð Húsavíkur - 15% afsláttur
  • Ísfell verslun - 15% afsláttur af fatnaði. Gildir ekki af barnafatnaði.
  • Fatahreinsun Húsavíkur - 10% afsláttur af merkingum á Völsungsvörum
  • 50% afsláttur af salarleigu í vallarhúsi - Gjaldskrá fyrir sal í vallarhúsi má finna HÉR.
Þar að auki er Vallarhúsið opið alla virka daga og flestar helgar. Alltaf er heitt á könnunni ásamt því sem félagið er með allar íþróttaáskriftir sem eru í boði á Íslandi.

 

Nýjir félagsmenn
Ef þú hefur áhuga á að gerast félagsmaður í Völsungi þá eru tveir möguleikar í stöðunni:

  1. Senda póst á volsungur@volsungur.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang, sími og tölvupóst. Í framhaldinu verður gefin út valgreiðsla á þig sem fer í heimabankann þinn.
  2. Þú getur lagt félagsgjaldið inn á reikning 0567-14-400558 og sent kvittun á netfangið volsungur@volsungur.is og þú verður skráður sem félagsmaður samstundis.

Félagsgjaldið er nauðsynlegur þáttur í tilveru Völsungs og því treystum við á góðan stuðning allra Völsunga.