Starfsáætlun 5. flokks karla

5. flokkur karla

Þjálfari

  • Sér um skipulag og framkvæmd æfinga og leikja og sér um skráningar á mót í samstarfi við foreldrafulltrúa.

  • Heldur í samstarfi við foreldrafulltrúa tvo foreldrafundi. Fyrri fundinn í upphafi haustannar þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi þjálfun flokksins og þátttaka í mótum rædd. Seinni fundurinn er haldinn í febrúar þar sem vor og sumarstarf er rætt og þátttaka í vor og sumarmótum ákveðin.

Foreldrafulltrúar

  • Eiga í nánu samstarfi við þjálfara um foreldrafundi og skráningar á mót.

  • Sjá um skipulagningu ferða, greiðslu mótsgjalda í samstarfi við framkvæmdastjóra Völsungs.

  • Hafa skoðunaraðgang að bankareikningi flokksins og geta þannig fylgst með hreyfingum á honum. Framkvæmdastjóri er einn með prókúru og sér um millifærslur að beiðni foreldrafulltrúa.

  • Eru að lágmarki tveir, einn úr hvorum árgangi.

  • Skipuleggja hópefli í samstarfi við þjálfara.

Mót
Flokkurinn tekur þátt í Íslandsmóti þar sem leikir mótsins dreifast yfir sumarið, tveir leikir við hvert lið, heima og heiman. Auk þess tekur flokkurinn að öllu jöfnu þátt í eftirfarandi mótum:

  • Goðamóti Þórs í febrúar/mars (gistimót)

  • N1 í júlí (gistimót)

Endanlega ákvörðun um þátttöku í mótum er tekin á foreldrafundum. Þjálfari fylgir flokknum á þessi mót eða á leiki í Íslandsmóti og samtals tvö gistimót hámarki. Foreldrafulltrúar sjá til þess að koma þjálfara á mótsstað.

Fjáröflun
Flokkurinn á rétt á sölu á lakkrís og hlaupi. Aðrar fjáraflanir þurfa að eiga sér stað í samráði við framkvæmdastjóra Völsungs í samræmi við verklagsreglur um ferðakostnað og gistingu þjálfara á mótum.